maí 1st, 2008

Húsið komið upp !Í gær var allt í einu komið hús….. en nú er kominn úthringurinn á húsinu okkar í Tjarnabyggð, við megum hafa okkur öll við til að fylgjast með slíkur er krafturinn í strákunum hjá Eðalhúsum í þessari framkvæmd.    Ég er búin að stilla mér upp við eldhúsgluggan og sannreyna útsýnið til heimafjallanna.  Það er eiginlega sama hvar maður lítur út um glugga það er eins og maður standi inn í miðju málverki slíkt er útsýnið.     Við förum niður í Tjarnabyggð á hverjum degi það halda manni einhvern veginn engin bönd enda nýtt heimili í mótun.