Hundar

Þegar við höfðum ákveðið að flytjast í Tjarnabyggð þá létum við að gamlan drauminn rætast og fá okkur aftur hund á ný.  Við keyptum okkur Australian Shepherd tík  Við fengum Indý í janúar 2008, Heimsenda Indjána Tár. Við tókum svo gamlan Border Collie hund í fóstur í þrjú ár. Sumarið 2010 keyptum  við Labrador redriver tík, Ljósbrá, Freyvangs Ljósbrá.  

Bæði Indý og Ljósbrá eru hreinræktaðar tíkur.  Við höfum því hafið hundarækt og fengum fystu hvolpana 24. desember 2011.

Á aðfangadag fæddust 3 hvolpar undan Heimsenda Indjána Tári „Indý“ og Heimsenda Bláa Loga.  Einn hundur blue murle og tvær tíkur önnur blue murle og hin svört, hvít og gulbrún.  Fallegir hvolpar undan flottum foreldrum.