apríl 29th, 2008

Húseiningar komnar á staðinn.


Í dag voru húseiningarnar fluttar að Norðurgötu 3 í Tjarnabyggð.  Húsbyggingin gengur ótrúlega vel hjá þeim strákunum í Eðalhúsum.  Þegar maður fylgist með verkefninu dag frá degi þá er auðséð að fagmennska og snyrtimennska  í þessu fyrirtæki er mikil.  Það er alveg sama hvenær maður kemur aldrei sér maður rusl eða drasl á staðnum.  Það skiptir miklu máli á stað sem þessum þar sem víðáttan er mikil og ruslið er fljótt að fjúka.  Það mættu fleiri byggingaaðilar taka þessa stráka sér til fyrirmyndar.    Allavega erum við alveg í skýjunum með okkar menn og þeirra umgengni við náttúruna.

Ætli verði komið hús fyrir helgi….?       Læt ykkur fylgjast með.