apríl 27th, 2008

Eldhús útsýni til heimafjallanna


Það verður nú notalegt þegar ég horfi út um gluggann í eldhúsinu sé ég til fjallanna minna í heimabyggðinni Rangárþingi.  Við blasir fallegasta fjall á Íslandi Hekla svo Eyjafjallajökull og Þríhyrningur.  

Ég er alin upp við það að Hekla er eins og sjálfsagður hlutur í sjóndeildarhringnum og hef ég alltaf saknað þess að sjá ekki til hennar frá því ég flutti að heiman.  En nú breytist þetta og Heklan mín verður fyrir augum mér alla daga aftur og nú meira segja úr eldhúsglugganum.