ágúst 8th, 2007

Vinabæjarmót í Kalmar.

Í fyrramálið fara fulltrúar sveitarfélagsins á vinarbæjarmót til Kalmar í Svíþjóð.  Vinarbæjarmót eru skemmtilegur vettvangur til að kynnast því sem er verið að gera í sveitarfélögum erlendis.   Vinabæir Árborgar eru, Arendal í Noregi, Silkiborg í Danmörku, Savolinna í Finnlandi og Kalmar í Svíþjóð.

 Ég ætla ekki að fara að þessu sinni því miður,  ég kemst ekki frá í vinnunni þessa dagana og Jónas er í háskólanum að klára námið sitt.  Ég fór á vinarbæjarmót til Arendal í Noregi fyrir tveimur árum og var það ógleymanleg ferð.  Þar eignuðumst við vini sem við höldum alltaf sambandi við.

Góða ferð og njótið ferðarinnar.