ágúst 8th, 2007

Eyravegurinn tilbúinn

Nú er framkvæmdum við Eyraveg 27 lokið og standa flutningar fyrir dyrum á morgun.  Ég hef verið að taka til og þrífa í dag.  Atli smiður var að setja stormjárn og klára það síðasta.  Málararnir Hannes og Denni kláruðu  að mála og kítta það síðasta.  Tryggvi og Helgi komu og tengdu eldhúsvaskinn og blöndunatækin og fóru yfir niðurföll og vaska.    Ívar í Fagform kom vegna merkinga sem hann ætlar að setja í gluggana. 

Á morgun gerist það svo….þá koma strákarnir úr Handboltanum og flytja okkur á milli húsa….spennandi tímar framundan í nýju húsnæði.