ágúst 8th, 2007

Gran Canary í febrúar 2008.

Í dag pöntuðum við hjónin okkur frí á Gran Canary í febrúar 2008.  Við ætlum að fljúga út 6 febrúar og koma heim 27 febrúar.  Þetta er eiginlega eina fríið sem við förum í saman þegar við förum á þessum tíma ársins.    Ég var nú eiginlega svolítið hissa á hve mikið er selt af ferðum á næsta ári við höfum yfirleitt ekki pantað fyrr en í október eða nóvember.  Nú pöntuðum við bara flug hér heima en bókum gistingu beint hjá söluaðila á Canary.  Skemmtilegt að prófa að panta án þess að fara í gegn um ferðaskrifstofu hér.