ágúst 3rd, 2007

Verslunarmannahelgin framundan.

Í dag hefur verið mikill erill á skrifstofunni það er vaskur eftir helgina.  Anna og Edda eru að fara í sumarfrí þannig að allt verður að vera klárt fyrir þriðjudaginn.

Ég held að þetta sé ein af mjög fáum verlsunarmannahelgum sem við hjónin höfum ekki farið eitthvað í útilegu.  Við fórum alltaf með strákana í útilegu þessa helgi, ekki endilega á útihátíðir, oft fórum við á Hellu í Gulllandið til mömmu og pabba.  Þegar krakkarnir okkar systkina voru lítil þá hittumst við mjög oft þar um þessa helgi.  Nú er voðalega notalegt að hugsa til þess að vera heima og slaka á.  Jónas þarf að líta í bók fyrir skólann og ég ætla að vera „löt“.  Strákarnir okkar eru allir heima og er ekki á áætlun hjá þeim að fara  á útihátíð.