ágúst 1st, 2007

Mamma mín á afmæli.

Í dag á mamma mín afmæli og er 70 ára.  Hún er fædd að Bæ í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum.  Foreldrar hennar voru Anna Jakobína Guðjónsdóttir og Samúel Samúelsson sem lést  þegar hún var lítil stúlka.  Fósturfaðir mömmu var Kristinn Jónsson frá Seljanesi.  Mamma er alin upp á Dröngum í Árneshreppi, en þangað fluttu amma og afi þegar börnunum fór að fjölga á Seljanesi.  Drangar er góð jörð þar sem ávallt var nægur matur handa barnahópnum.  Mamma og systkini hennar eru 14 talsins.  Afkomendur ömmu minnar og afa eru um 170.   

Mamma mín býr á Hellu ásamt pabba og rekur hún þar blóma og gjafavörverslunina Hjá Vinsý sem stendur á árbakkanum þegar þú kemur yfir brúna.   Hún vinnur fullan vinnudag og slær ekki slöku við.  Hún er að heiman í dag, en hún fór norður á Strandir og er nú á heimleið frá æskuslóðunum á Dröngum.

Til hamingju með daginn mamma mín.