ágúst 4th, 2007

Laugardagur um verslunarmannahelgi.

Í morgun komu góðir gestir í morgunkaffi, Hróðný vinkona mín ásamt gullmolunum tveimur Karítas og Sigurbjörgu sem eru tvíburar.  Stúlkurnar voru auðvitað að venju eins og prinsessur í pilsum og með spennur í hárinu.  Þær eru miklar efnisstúlkur á allan hátt.

Við fórum eftir hádegi í kaffi í bústaðinn til tengdó, þar hittum við  Möggu mágkonu og Jón hennar sem var að parketleggja fyrir tengdapabba okkar.  Hann er nú enn að vinna fyrir stúlkunni sinni hann Jón….það tekur auðvitað tíma að vinna fyrir einkadótturinni.

Í kvöld fórum við í Egilsstaðakot með tjaldvagninn og grilluðum með bræðrunum, fjölskyldum þeirra og vinum.  Frábært kvöldstund með góðum vinum.