ágúst 6th, 2007

Gluggar og hurðir fúavarðar.

Í morgun kl. 9.30 var ég komin niður á Eyraveg með pensil í hönd til að fúaverja glugga og hurðir.  Ég lét skipta um allt gler og breyta gluggum á framhliðinni til að fá opnanleg fög.  Það er alveg auðséð þegar maður fer að bera á gluggana að viðhald utanhúss hefur verið bágborið síðustu ár.  Viðurinn drakk í sig fúavörnina.  Ég lét taka útidyrahurðirnar og renna þeim í gegn um hefilinn í Selós þar sem þær voru orðnar frekar ljótar, nú eru þær eins og nýjar.  Ég var að fram til kl. 17.00 en þá var ég búin að bera á allt timburverk utanhúss.

Magga mágkona á afmæli í dag, til lukku með daginn mín kæra.