ágúst 17th, 2007

Jónas í síðasta prófinu í dag.

Jónas fór í próf í Háskólanum í Reykjavík í dag.  Nú er bara að bíða eftir niðurstöðunni og ef hann nær hefur hann lokið diplomanámi í viðskiptadeild skólans með áherslu á stjórnun og starfsmannamál.  Námið er 45 einingar og en viðskiptafræðin er 90 einingar.  Vonandi útskrifast strákurinn með haustinu.