ágúst 21st, 2007

Góðir vinir kveðja

Í kvöld vorum við með gesti í mat.  Til okkar komu góðir vinir okkar, Þorvaldur fyrrum bóndi á Laugarbökkum og Hanna kona hans.  Einnig komu krakkarnir þeirra, Ívar Áki, Inga og Rakel Lind.  Strákarinir okkar komu heim, Erlingur, Gústaf og Unnur Ósk tengdadóttir okkar.  Marinó Geir og Vésteinn frændi minn sem býr hjá okkur í vetur voru líka heima, þannig að kátt var í kotinu í kvöld.  

Holli  og Hanna eru búin að pakka búslóðinni í gám sem farinn er með skipti til Spánar,  þau fljúga síðan á sunnudaginn kemur til Canarý eyja en þau eru að flytja búferlum þangað.  Við eigum eftir að sakna góðra vina á næstu vikum og mánuðum.  En sem betur fer er nú frekar stutt í að við heimsækjum þau til Canarý en við förum þangað í frí í febrúar nk.