ágúst 20th, 2007

Vinna og fundir.

Í dag fór ég til vinnu eins og venjulega kl.8.00.  Ég er þessa dagana að vinna ársreikninga fyrir fyrirtæki og gera skattframtöl fyrir þá sem gleymdu að telja fram og leiðrétta fyrir aðra.

Fundur var seinni partinn í dag í stýrihóp um endurskoðun á stjórnskipulagi SASS.  Fundurinn gekk vel og miðar verkefninu ágætlega.

Skruppum í kvöld í kaffi að Stóru Reykjum en við höfum ekki komið þar nokkuð lengi.  Gott kvöld með góðum vinum.