júlí 1st, 2007

sunnudagur á flandri…

Í dag höfum við verið á ferð og flugi, fórum í bústaðinn til tengdó „Krækishóla“ sem eru í Villingaholtshreppi, kíktum á kofann okkar sem stendur þar í grendinni.  Fórum yfir í Merkurlautina og litum við hjá móðursystrum Jónasar, Ástu og Hólmfríði.  Þar eru miklar framkvæmdir í gangi við byggingu sumarhúsa og viðbyggingar.   Þegar heim kom var móðurbróðir minn Guðjón mættur með stóru klippurnar sínar til að snyrta til trén í garðinum.  Tekinn var púlsinn á málefnum ættarinnar og rætt um ættarmótið sem framundan er í Trékyllisvík síðustu helgina í júlí.  Þar hittast afkomendur ömmu minnar og hennar systkina og eiga saman helgi á slóðum forfeðranna.