júní 10th, 2007

Riðið í sumarhagana í kvöldblíðunni.

Á föstudagskvöldið fórum við Jónas ríðandi með hrossahópinn að Stóru Reykjum í Flóahreppi til að sleppa eftir vetrarfóðrun.  Við fórum eins og venjulega reiðveginn með Flóavegi, þessi reiðvegur er nú orðinn frekar  lélegur, hann er grýttur megnið af leiðinni.  Eins er alveg ótrúlegur hávaði frá umferðinni sem er nær sleitulaus, hann er það mikill að ekki er hægt að tala saman á þessum kafla, ætli þetta sé ekki kallað hávaðamengun ?
Veðrið var dásamlegt og kvöldið fallegt,  ilmur náttúrunnar fyllti mann tilfinningum til vorsins.  Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð að njóta  frelsis og sjálfstæðis, að geta notið alls þess sem við viljum þegar við viljum.