júní 11th, 2007

Fórum til mömmu í blómin…

Í dag þurfti ég að skjótast á fund með sveitastjóranum á Hellu og notuðum við því tækifærið hjónin og komum við hjá mömmu í búðinni.  Þegar þangað var komið sáum við að Hreinn hennar Ingibjargar frænku í Hveragerði var kominn með fullan bíl af sumarblómum.  Nú var ekki annað að gera en að taka til hendinni og  koma blómunum fyrir þannig að salan gangi sem greiðlegast fyrir sig.  Alveg er það dásamlegt að stússast í sumarblómunum og verða svolítið skítugur ásamt því að fylla lungun að heilnæmu lofti æskubyggðarinnar.