júní 24th, 2007

Öskubuskur á heimleið.

Þessi dagur hófst eins og sá síðasti, að sofið var þar til við vorum búnar að sofa, borðað og síðan riðið af stað.  Við fórum yfir afréttinn og niður í Blakkdal.  Veðrið í dag var með allra heitasta móti.  Mikil fluga enda sól og logn.  Það er alltaf erfitt fyrir hross og menn ef að hitinn verður of mikill, en það slaknaði sem betur fer þegar leið á. Við riðum úr Blakkdalnum yfir í Fossnes hagana og alveg heim í hlað þar og síðan heima að Ásum.  Dagurinn endaði á Húsatóftum í Hestakránni í kjötsúpu eins og venjulega.  Frábærlega heppnuð ferð með góðum vinum.  Öskubuskur eru frábær félagskapur.