júní 22nd, 2007

Lagt af stað á fjöll….

Í morgun fórum við Prinsessur af stað í leiðangur til fjalla með Dúnu á Húsatóftum, í hópnum voru 22 konur, 4 rekstrarmenn, 1 matráður og Dúna.  Við riðum af stað frá Ásum í Gnúpverjahreppi að Fossnesi yfir Gaukshöfðann og inn allan Þjórsárdal.  Við riðum í gegn um skóginn og lúpínubreiðurnar í sól og hita…en það var auðvitað mikið ryk enda ekki ringt dögum eða vikum saman.  Daginn enduðum við í Kletti og gistum þar.  Góður dagur, komum í kofa skítugar en mjög sáttar með daginn.