júní 25th, 2007

Gústaf 20 ára í dag.

Í dag er miðbarnið á heimilinu hann Gústaf tvítugur.  Það er hreint ótrúlegt hve tíminn líður hratt og börnin verða fljótt fullorðinn þó að maður sé ekki að eldast neitt sjálfur ! (að manni finnst)  Gústaf býr heima hjá okkur og er í námi í Háriðn í Iðnskólanum í Reykjavík.  Hann er á samning á Stofunni hér á Selfossi og klippir eins og herforingi alla daga.  Hann spilar síðan sem trúbador í Kaffikrús um helgar til að létta róðurinn fyrir veturinn.  Hann stendur sig vel drengurinn.  Til hamingju með daginn Lilli minn.