júní 9th, 2007

Árborg 2007

Í dag var opnuð sýningin Árborg 2007 sem stendur í tvo daga.  Sýningin fer fram í Íþróttahúsinu við Sólvelli.  Sýningin er einstaklega vel upp sett og frábært að sjá hve mörg fyrirtæki sáu ástæðu til að taka þátt í verkefninu.   Sveitarfélagið var með  bás á sýningunni í samstarfi við nokkur félög í sveitarfélinu.   Á sýningunni mátti sjá fyrirtæki eins og Gluggaverksmiðju Eðalhúsa, SG einingahús, Ræktó, Lögmenn Suðurlandi, Fagform og svo mætti lengi telja.  Frábært framtak og flott sýning.