maí 6th, 2007

Dalirnir og Akranes

Í morgun ókum við á stað upp úr kl. 10.30 áleiðis í Dalina, eða að Hrútsstöðum til Böðvars og Bergþóru.  Tilefnið var að ferma átti frændsystkinin Elínu Margréti og Hákon.  Hákon er sonur Ernu og Andra.  Erna og Bergþóra eru systur og frænkur Jónasar, þau eru öll systrabörn.  Við vorum komin í Dalina um kl. 13.30 og áttu góðan dag með stór fjölskyldunni. 

Í bakaleiðinni komum við við hjá Sveini og Borghildi á Akranesi í kvöldkaffi.  Sveinn er móðurbróðir minn, áttu þar indislegt kvöld með fjölskyldunni.  Heimkoma var rétt um miðnætti.