maí 4th, 2007

Óvissuferð KKKS

Í kvöld var óvissuferð Kvennaklúbbs Karlakórs Selfoss.  Við fórum á stað um kl. 18.00 og lá leiðin upp Skeiðin, stoppað í kertasmiðjunni í Gósen…alveg hreint frábær framleiðsla þar.  Fórum þaðan áfram upp í Gullhreppa og stoppuðum í Gallerí í Miðfelli hjá Rut, sem er glerlistamaður.  Leiðin lá áfram um æskuslóðir Helgu frænku og í Hvítárbakka til Systu sem málar á grjót, hún býr til  ótrúlega fallega hluti.  Við enduðum á að borða í Reykholti á Kletti, fengum þar fínan mat og góða þjónustu.  Gott kvöld með góðum vinum.