apríl 19th, 2007

Gleðilegt sumar

Í dag er runninn upp langþráður dagur í lífi margra Íslendinga sem bíða sumarsins og birtunnar.  Það var sagt í eina tíð að sumar og vetur ættu að frjósa saman.  Miðað við hve kalt var  í gærkvöldi þá er ég viss um að nú hefur þetta gerst og hlítur þá sumarið að verða gott.  Allavega brosir sumarið við okkur í dag, heiður himinn og sól á lofti, hreint dásamlegt.  Ég verð að segja fyrir mig að ég hlakka til sumarsins á hverju ári og býð eftir að vetri ljúki.  Mér finnst vorið og sumarið besti tími ársins, haustið er oft ágætt en veturinn er langur, kaldur og dimmur.  
„Sumarið er komið, sól í heiði skín, vetur burtu farinn….tilveran er fín“ þannig söng Pálmi Gunnarsson sumarið 1985 með Mannakorn á frábærri plötu.

Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka ykkur fyrir veturinn.