apríl 20th, 2007

Stjórnarfundur SASS

Í dag kl. 12.00 hófst stjórnarfundur SASS og stóð fundurinn til 15.00. 
   Á fundinum var tekið fyrir bréf frá Árborg vegna aðalfundar SASS sem halda á 1 og 2 nóvember á Kirkjubæjarklaustri.  Meirihluti bæjarráðs gerði athugasemd við að fundurinn yrði haldinn á fimmtudegi og föstudegi þar sem meirihluti sveitarstjórnarmanna væru í því starf sem aukastarfi.  Ekki var hlustað á athugasemdir Árbogar í þessu máli og staðfest að fundartíminn yrði óbreyttur.       
   Tillaga lá fyrir fundinum um nýtingu á framleiddri raforku á Suðurlandi og orkufrekan iðnað.  Þar náðist ekki samstaða en ég lagði fram tillögu um að þessi álykun yrði ekki lögð fram.  Það var ekki samþykkt.  Meirihluti stjórnar hélt  því fram í bókun sinni að verið væri að framfylgja aðalfundarsamþykkum,  en ég man ekki eftir því að gerð hafi verið samþykkt á aðalfundi SASS um nýtingu orku í heimabyggð, en vissulega hefur verið samþykkt að skoða orkufrekan iðnað og atvinnuuppbyggingu, en ekki hefur verið samþykkt að setja niður Álver í Ölfusi þó er atvinnumálanefnd  SASS að vinna að því máli.   Ályktunin var lögð fram, ég greiddi atkvæði á móti og lagði fram bókun og svo bókuðu þau…..sjá meira…

Eftirfarandi tillaga var lögð fram sem ég sem varaformaður gat alls ekki samþykkt og lagði fram bókun sem fylgir í kjölfarið;
„Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vekja athygli á breyttum aðstæðum sem hafa skapast í orkumálum á Íslandi vegna niðurstöðu nýafstaðinnar kosningar í Hafnarfirði sem hefur stöðvað frekari stækkunaráform Alcan í Straumsvík og þar með fyrirhugaða aukna orkusölu Landsvirkjunar til fyrirtækisins.


Í ljósi þessa telja samtökin eðlilegt að raforka frá virkjunum sem kunna að verða reistar á Suðurlandi verði nýtt til orkufreks iðnaðar á Suðurlandi, en þú þegar eru uppi áform um slíka atvinnustarfsemi. Til þess liggja margvísleg rök. Langstærstur hluti þeirrar raforku sem framleidd hefur verið á Íslandi hefur komið frá virkjunum á Suðurlandi en orkan hefur hingað til verið nýtt til atvinnuuppbyggingar í öðrum landshlutum. Því er eðlilegt og rétt að grípa tækifærið sem nú gefst til að nýta orkuna í héraði. Þá benda samtökin á að með því að nýta orkuna sem næst virkjunum verða flutningslínur styttri og ódýrari. Styttri flutningslínur leiða einnig til minna orkutaps og minni sjónmengunar sem hvort tveggja er æskilegt vegna umhverfissjónarmiða.


Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja því mikla áherslu á að sú orka sem kann að verða virkjuð á Suðurlandi á næstu árum verði nýtt í héraði.”


Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum.


Margrét greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun:


,, Ég tel ótímabært og óvarlegt að stjórn SASS álykti um nýtingu á raforku frá hugsanlegum virkjunum á Suðurlandi á þessari stundu. Afstaða sveitarfélaga á samstarfssvæði SASS um þær virkjanir sem eru í umræðunni liggur ekki fyrir og er málið á mjög viðkvæmu stigi í umræðunni. Þau sveitarfélög sem koma að virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár, Ásahreppur, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eiga ekki fulltrúa í stjórn SASS og tel ég skyldu stjórnar SASS að kanna vilja þessara sveitarfélaga nánar áður en ályktun af þessu tagi verði afgreidd. Í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal Sunnlendinga um virkjanir í neðri hluta Þjórsár kom fram að 57% aðspurðra voru á móti virkjunaráformum.


Í samstarfssamningi meirihlutaflokkanna í sveitarfélaginu Árborg kemur fram; Fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórnar Árborgar telja samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi mikilvægt og að Árborg gegni veigamiklu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið í héraðinu. Ég tel það skyldu okkar í stjórn SASS að líta til alls svæðisins þess vegna get ég sem varaformaður SASS alls ekki stutt þessa ályktun. “


Aðrir stjórnarmenn lögðu fram eftirfarandi bókun:


,,Framkomin ályktun er í fullu samræmi við ítrekaðar ályktanir aðalfundar SASS. Stjórn SASS ber að framfylgja vilja aðalfundar. Í umræddri ályktun stjórnar SASS er hvergi getið um virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Ein stærsta virkjun Íslands er aftur á móti þegar staðreynd á Hellisheiði og frekari áform eru þar um stækkun. Það er skýlaus og sjálfsögð krafa Sunnlendinga að sunnlensk orka sé nýtt svæðinu. “

apríl 20th, 2007

Stjórnarfundur SASS

Í dag kl. 12.00 hófst stjórnarfundur SASS og stóð fundurinn til 15.00.  

   Á fundinum var tekið fyrir bréf frá Árborg vegna aðalfundar SASS sem halda á 1 og 2 nóvember á Kirkjubæjarklaustri.  Meirihluti bæjarráðs gerði athugasemd við að fundurinn yrði haldinn á fimmtudegi og föstudegi þar sem meirihluti sveitarstjórnarmanna væru í því starf sem aukastarfi.  Ekki var hlustað á athugasemdir Árbogar í þessu máli og staðfest að fundartíminn yrði óbreyttur.       
   Tillaga lá fyrir fundinum um nýtingu á framleiddri raforku á Suðurlandi og orkufrekan iðnað.  Þar náðist ekki samstaða en ég lagði fram tillögu um að þessi álykun yrði ekki lögð fram.  Það var ekki samþykkt.  Meirihluti stjórnar hélt  því fram í bókun sinni að verið væri að framfylgja aðalfundarsamþykkum,  en ég man ekki eftir því að gerð hafi verið samþykkt á aðalfundi SASS um nýtingu orku í heimabyggð, en vissulega hefur verið samþykkt að skoða orkufrekan iðnað og atvinnuuppbyggingu, en ekki hefur verið samþykkt að setja niður Álver í Ölfusi þó er atvinnumálanefnd  SASS að vinna að því máli.   Ályktunin var lögð fram, ég greiddi atkvæði á móti og lagði fram bókun og svo bókuðu þau…..sjá meira…

Eftirfarandi tillaga var lögð fram sem ég sem varaformaður gat alls ekki samþykkt og lagði fram bókun sem fylgir í kjölfarið; 
"Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vekja athygli á breyttum aðstæðum sem hafa skapast í orkumálum á Íslandi vegna niðurstöðu nýafstaðinnar kosningar í Hafnarfirði sem hefur stöðvað frekari stækkunaráform Alcan í Straumsvík og þar með fyrirhugaða aukna orkusölu Landsvirkjunar til fyrirtækisins.

Í ljósi þessa telja samtökin eðlilegt að raforka frá virkjunum sem kunna að verða reistar á Suðurlandi verði nýtt til orkufreks iðnaðar á Suðurlandi, en þú þegar eru uppi áform um slíka atvinnustarfsemi. Til þess liggja margvísleg rök. Langstærstur hluti þeirrar raforku sem framleidd hefur verið á Íslandi hefur komið frá virkjunum á Suðurlandi en orkan hefur hingað til verið nýtt til atvinnuuppbyggingar í öðrum landshlutum. Því er eðlilegt og rétt að grípa tækifærið sem nú gefst til að nýta orkuna í héraði. Þá benda samtökin á að með því að nýta orkuna sem næst virkjunum verða flutningslínur styttri og ódýrari. Styttri flutningslínur leiða einnig til minna orkutaps og minni sjónmengunar sem hvort tveggja er æskilegt vegna umhverfissjónarmiða.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja því mikla áherslu á að sú orka sem kann að verða virkjuð á Suðurlandi á næstu árum verði nýtt í héraði.”

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum.

Margrét greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun:

,, Ég tel ótímabært og óvarlegt að stjórn SASS álykti um nýtingu á raforku frá hugsanlegum virkjunum á Suðurlandi á þessari stundu. Afstaða sveitarfélaga á samstarfssvæði SASS um þær virkjanir sem eru í umræðunni liggur ekki fyrir og er málið á mjög viðkvæmu stigi í umræðunni. Þau sveitarfélög sem koma að virkjanasvæðum í neðri hluta Þjórsár, Ásahreppur, Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur eiga ekki fulltrúa í stjórn SASS og tel ég skyldu stjórnar SASS að kanna vilja þessara sveitarfélaga nánar áður en ályktun af þessu tagi verði afgreidd. Í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal Sunnlendinga um virkjanir í neðri hluta Þjórsár kom fram að 57% aðspurðra voru á móti virkjunaráformum.

Í samstarfssamningi meirihlutaflokkanna í sveitarfélaginu Árborg kemur fram; Fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórnar Árborgar telja samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi mikilvægt og að Árborg gegni veigamiklu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið í héraðinu. Ég tel það skyldu okkar í stjórn SASS að líta til alls svæðisins þess vegna get ég sem varaformaður SASS alls ekki stutt þessa ályktun. “

Aðrir stjórnarmenn lögðu fram eftirfarandi bókun:

,,Framkomin ályktun er í fullu samræmi við ítrekaðar ályktanir aðalfundar SASS. Stjórn SASS ber að framfylgja vilja aðalfundar. Í umræddri ályktun stjórnar SASS er hvergi getið um virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Ein stærsta virkjun Íslands er aftur á móti þegar staðreynd á Hellisheiði og frekari áform eru þar um stækkun. Það er skýlaus og sjálfsögð krafa Sunnlendinga að sunnlensk orka sé nýtt svæðinu. “