mars 21st, 2007

Hjá mömmu og pabba í morgunmat.

Í morgun hóf ég daginn að venju á skrifstofunni en stoppaði mjög stutt því ég hafði skipulagt að vera hjá foreldrum mínum á Hellu í morgunkaffi um 9 leitið.  Við hittumst í búðinni „Hjá Vinsý“ og fengum okkur nýbakað úr Bakaríinu. 

Alltaf jafn notalegt að koma heim og skrítið að manni skuli alltaf finnast maður vera að fara heim þegar farið er til foreldranna.   Pabbi og mamma er ótrúlega frísk og kát, ríða út, planta trjám og vinna fullan vinnudag.  Mamma rekur búðina sína en pabbi ekur um á vörubílnum eða grefur með gröfunni eða bara situr í jarðýtunni allann daginni.  Vonandi verður maður svona frískur þegar efri árin færast yfir.