mars 17th, 2007

Hesthúsferð og skítmokstur

Í lok vinnudags er fátt notalegra en að fara í hesthúsið og sinna hestunum sínum.  Í dag um fimmleitið fórum við Jónas og mokuðum út, kemdum og gáfum hestunum okkar.  Við erum með þrjá hesta á húsi núna, stefndum á að sækja fleiri hross á morgun en ekki er gott útlit í veðri til þess, en við sjáum til hvernig morgundagurinn verður.