Í dag var hefðbundinn laugardagur hjá mér í vinnunni…var kominn á skrifstofuna um 8.30 og byrjuð að gera ársreikning og skattframtal. Á þessum árstíma er það bara svona, reyndar stundum líka á öðrum, að ég vinn um helgar og oft á kvöldin.
Við erum að vinna mikið af ársreikningum fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt skattframtölum þannig að þetta er annasamur tími.
Ég eyði líka oft á tíðum miklu af mínum fasta vinnutíma í bæjarmálin og er þá vinnan oftast eftir þegar hefðbundnum vinnutíma er lokið. Svona er þetta í sveitarfélögum þar sem ekki er gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar geti lifað á starfi sínu að fólk þannig að fólk sinnir þessu með fullu starfi.