desember 10th, 2006

Rétt skal vera rétt

Við undirrituð bæjarfulltrúar Framsóknaflokksins í sveitarfélaginu Árborg og varaformaður Skipulags- og bygginganefndar viljum að gefnu tilefni segja frá fundi sem haldinn var vegna Sigtúnsreits Eðalhúsa ehf..


.

Fund þennan sátu auk undirritaðra, bæjarfulltrúar D- lista, formaður Skipulags- og bygginganefndar og framkvæmdastjóri Eðalhúsa ehf..


Ástæðan fyrir þessum fundi var sú að fulltrúar D– lista vildu fá samþykki okkar fyrir því að deiliskipulag Eðalhúsa ehf. fengi afgreiðslu í Skipulags- og bygginganefnd á meðan samkeppni um miðbæjarskipulag væru enn í gangi. Við vorum algjörlega á móti því, þess vegna var haldinn fundur til að finna sáttaleið í málinu.


Gert var samkomulag um að deiliskipulag Eðalhúsa ehf. á Sigtúnsreitinum fengi afgreiðslu á aukafundi 1. desember í Skipulags- og bygginganefnd, “ef fyrirtækið leggði fram samþykki allra eigenda lóða á reitnum”. Þar sem ekki lá fyrir samþykki allra eigenda lóðanna var samkomulag um afgreiðslu málsins fallið úr gildi og þess vegna átti ekki að boða til aukafundar um málið.


Það að boða fundinn án þessara gagna var skírt brot á samkomulagi sem gert var milli B- og D- lista sem mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Okkur var ljóst kvöldið fyrir fund eftir tölvubréf að formaður Skipulags- og bygginganefndar ætlaði sér að keyra málið í gegn þrátt fyrir að umbeðin gögn vantaði.


Við getum því staðfest orð bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í fréttum á Stöð 2 í gærkvöldi að ekkert samkomulag hefði verið gert eru röng og staðfestum að samkomulag var gert um afgreiðslu málsins að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.


Athyglisvert er að sjá og heyra að bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna er orðinn tvísaga í málinu.


Það er ekki vinnubrögð í okkar anda að heimila verktökum að auglýsa tilllögur að nýju skipulagi án samþykkis allra lóðareigenda innan svæðisins.


Við höfum ávallt unnið af heilindum í störfum okkar með hag allra íbúa og sveitarfélagsins að leiðarljósi og munum halda því áfram, nú sem hingað til.


Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi.


Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi.


Ármann Ingi Sigurðsson, varaformaður Skipulags- og bygginganefndar.

desember 10th, 2006

Rétt skal vera rétt

 

Við undirrituð bæjarfulltrúar Framsóknaflokksins í sveitarfélaginu Árborg og varaformaður Skipulags- og bygginganefndar viljum að gefnu tilefni segja frá fundi sem haldinn var vegna Sigtúnsreits Eðalhúsa ehf..

.

Fund þennan sátu auk undirritaðra, bæjarfulltrúar D- lista, formaður Skipulags- og bygginganefndar og framkvæmdastjóri Eðalhúsa ehf..

Ástæðan fyrir þessum fundi var sú að fulltrúar D– lista vildu fá samþykki okkar fyrir því að deiliskipulag Eðalhúsa ehf. fengi afgreiðslu í Skipulags- og bygginganefnd á meðan samkeppni um miðbæjarskipulag væru enn í gangi. Við vorum algjörlega á móti því, þess vegna var haldinn fundur til að finna sáttaleið í málinu.

Gert var samkomulag um að deiliskipulag Eðalhúsa ehf. á Sigtúnsreitinum fengi afgreiðslu á aukafundi 1. desember í Skipulags- og bygginganefnd, “ef fyrirtækið leggði fram samþykki allra eigenda lóða á reitnum”. Þar sem ekki lá fyrir samþykki allra eigenda lóðanna var samkomulag um afgreiðslu málsins fallið úr gildi og þess vegna átti ekki að boða til aukafundar um málið.

Það að boða fundinn án þessara gagna var skírt brot á samkomulagi sem gert var milli B- og D- lista sem mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Okkur var ljóst kvöldið fyrir fund eftir tölvubréf að formaður Skipulags- og bygginganefndar ætlaði sér að keyra málið í gegn þrátt fyrir að umbeðin gögn vantaði.

Við getum því staðfest orð bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í fréttum á Stöð 2 í gærkvöldi að ekkert samkomulag hefði verið gert eru röng og staðfestum að samkomulag var gert um afgreiðslu málsins að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.

Athyglisvert er að sjá og heyra að bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna er orðinn tvísaga í málinu.

Það er ekki vinnubrögð í okkar anda að heimila verktökum að auglýsa tilllögur að nýju skipulagi án samþykkis allra lóðareigenda innan svæðisins.

Við höfum ávallt unnið af heilindum í störfum okkar með hag allra íbúa og sveitarfélagsins að leiðarljósi og munum halda því áfram, nú sem hingað til.

Þorvaldur Guðmundsson, bæjarfulltrúi.

Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi.

Ármann Ingi Sigurðsson, varaformaður Skipulags- og bygginganefndar.