nóvember 25th, 2006

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins

Í morgun kl. 10.00 hófst fundur í miðstjórn flokksins.  Miðstjórn fer með stjórn á milli flokksþinga.  Formaður okkar Jón Sigurðsson hélt sína fyrstu ræðu sem formaður.  Ræðan féll í góðan jarðveg flokksmanna.Mikill gleði ríkti meðan ræðan var flutt og þegar Jón fór orðum um Íraksmálið fór fögnuður um salinn.  Nú fannst flokksmönnum loksins sannleikurinn koma í ljós, enda er það ljóst að við Framsóknarmenn vorum á móti þessari samþykkt á sínum tíma þó hún væri gerð í okkar nafni.