október 21st, 2006

Tvölfaldur afmælisdagur

Við vorum boðin í hádegismat til Guðbjargar og Gústafs í dag.  Tilefnið er 25 ára afmælisdagur tengdadótturinnar.  Hjartanlega til hamingju Gugga mín.
Við fórum síðan seinnipartinn Í Kópavoginn þar sem ég var veislustjóri í 50 ára afmæli hjá Þórarni Þórhallssyni mjólkurfræðingi.  Tóti er skólabróðir Jónasar frá Dalum í Danmörku.  Veislan var mjög flott og heppnaðist vel, kátt á hjalla og gleði.  Innilega til hamingju Tóti.
Við gistum hjá Holla og Hönnu.