október 18th, 2006

Fundur í skólanefnd grunnskóla í Árborg.

Í dag var fundur í skólanefndinni og hófst hann kl. 17.10 og var slitið um 20.30.   Þessi fundur var óvenju langur þar sem yfirleitt er reynt að láta fundina ekki standa lengur en í tvær klukkustundir.  Á þessum fundi var nefndin að afgreiða erindi frá bæjarráði vegna flutnings á nemendum úr Vallaskóla í Sunnulækjarskóla.  Skólanefnd mælti með niðurstöðu vinnuhópsins að ekki yrðu fluttir nemendur á milli skóla í elstu bekkjunum heldur fengi Sunnulækjarskóli að stækka ár frá ári.  Einnig voru til umfjöllunar nokkrar tillögur frá Hilmari Björgvinssyni og svör við fyrirspurnum frá honum frá síðasta fundi nefndarinnar.  Fundagerð skólanefndar er komin á vef Árborgar, http://www.arborg.is.