9. mars 2006

Heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í morgun kl. 8.00 fór skólanefnd Árborgar af stað í heimsókn til Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Við hófum heimsóknina í skólahúsnæðinu á Stokkseyri.

Lesa meira

9. mars 2006

Margt hefur áunnist í Árborg

Lesa meira

8. mars 2006

Breytingar á dagvistunarúrræðum samþykkt í Bæjarstjórn.

 

Lesa meira

7. mars 2006

Körfubolti í Iðu

Ég fór beint af fundi á körfuboltaleik í Iðu þar sem Akademían var að keppa við Val. Ég hef nú verið á leið á leik í allann vetur að horfa á Véstein frænda minn spila. Bráðskemmtilegt að horfa á strákana spila. Ég verð þó að segja að lítið botnaði ég í bendingum dómaranna til ritarans og upplifði þarna ákveðið táknmál á vellinum. Allir virtust þó skilja þar það sem fram fór. Mæli hiklaust með körfuboltaleik í Fsu til skemmtunar.

Lesa meira

6. mars 2006

Vinna, ráðstefna og fundur.

Ídag var ég mætt til vinnu kl. 8.00 eins og venjulega, var þar til hálf tólf, en þá brunaði ég til Reykjavíkur á málþing um skólamál hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga. Um kvöldið var síðan annar málefnavinnufundur Framsóknarmanna.

Málþing Sambandsins var haldið í Öskju húsi náttúrufræðistofnunar HÍ. Málþingið var vel sótt en þó fannst mér nú vanta mikið af sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi. Ég held þó að við höfum verið fjögur, Sveinn Pálsson, Þorsteinn Hjartarson, Kristín Hreinsdóttirog ég, síðan voru einir þrír embættismenn sveitarfélaga. Málþingið var nú nokkuð gott, mörg góð erindi voru flutt sem öll voru byggð á rannsóknum fræðimanna. Meðal annars um sameiningar skóla. Þar kom fram meðal annars aðfram hefði komið í rannsókninni að svo virtist vera að flestar sameiningar hafi verið til að losna við óæskilega stjórendur ! Fróðlegt erindi um aðstæður fatlaðra barna í grunnskólum. Erindi um breytingu á hlutverki skólastjóra úr faglegum leiðtoga í rekstrarlegan stjórnanda. Um þróunarverkefni í grunnskólum sem virðast ekki breyta miklu í skólastarfi nema hjá fáum starfsmönnum sem þátt í þeim taka. Mjög fróðlegt erindi um mikilvægi fyrsta starfsárs kennarans, sem kemur nýútskrifaður inn í skólakerfið og fær fulla kennslu og ekki mikinn stuðning. Fram kom að hver nýr kennari þyrfti að hafa leiðsagnar kennara til að leiðbeina honum fyrsta árið. Lok málþingsins var pallborð sem ég tók þátt í. Skemmtilegur dagur.

Málefnavinna flokksins fer vel af stað, mjög vel var mætt í kvöld og var farið yfir fræðslumálin og ýmislegt fleira. Endilega mætið og takið þátt.

Lesa meira

5. mars 2006

Sunnudagur í hvíld….

Í dag var ég heima við að sinna ýmsum verkum sem til falla á heimilinu, Jónas sat yfir bókum eins og hann gerir nú reyndar þessa dagana allann sinn frítíma.

Lesa meira

4. mars 2006

Vinna á afmælisdaginn.

Í dag á ég afmæli og er nú orðin…. ja 44 ára. Mér finnst það nú frekar ótrúlegt þar sem mér finnst ég ekkert eldri en ég var fyrir mjög mörgum árum. En hver afmælisdagur er hátíðisdagur þar sem maður þakkar fyrir liðið ár og óskar sér góðrar daga fram að þeim næsta. Elskan mín færði mér blómvönd þar sem að hann var í burtu allan daginn við nám sitt í Háskólanum. Deginum eyddi ég í vinnunni en um kvöldið litum við Anna vinkona til Elísu vinkonu í kaffi, grín og gaman.

Lesa meira