maí 12th, 2008

Dísella María Lilliendahl

12.5.2008 00:03

Litla sonardóttir okkar var skírð í dag annan hvítasunnudag  í Eyrarbakkakirkju.  Séra Úlfar skírði stúlkuna og var henni gefið nafnið Dísella María.   Dagurinn var fallegur og skartaði Eyrarbakki sínu fegursta.  Hátíðin Vor í Árborg í fullum gangi, fánar og flögg um allan bæinn.  

Athöfnin var falleg hjá séra Úlfari, í kirkjunni var saman komin nánasta fjölskyldan um 30 manns.  Hún er rík af ömmum og öfum þessi litla stúlka og á hún 4 langafa og 3 langömmur.  

Dísella María heitir eftir Dísu móður ömmu mömmu sinnar sem lést í fyrra, eftir Ellu vinkonu minni sem lést 1997,  í höfuðið á Ella langafa sínum á Hellu, Ella föðurbróður sínum, Maríu föður ömmu pabba síns og Marinó föðurbróður sínum.  Þetta er velheppnað og vel nýtt nafn.