apríl 23rd, 2008

Vel gengur að byggja í TjarnabyggðAllt er á fulli við byggingu á íbúðarhúsinu okkar og hesthúsinu í Tjarnabyggð.   Búið er að steypa sökkla undir bæði húsin og hefur landmótun í kring verið í gangi.  Á föstudaginn stendur til að steypa plötuna á grunn íbúðarhússins.   Húsið er síðan tilbúið í einingum hjá Eðalhúsum en við kaupum af þeim íbúðarhúsið tilbúið undir málningu.  Afhending hússins til okkar verður í júlí nk.