apríl 23rd, 2008

Höfn á Landeyjarsandi…

 

Í fréttum síðustu daga og vikur hefur mikið verið rætt um uppbyggingu hafnar við Bakkaflugvöll og sitt sýnist hverjum í þessum máli sem eðlilegt er. 

Það sem ég undra mig á í þessu máli er  "hvernig náðist fjármagn í þetta verkefni á svo stuttum tíma" ?    Við getum horft á svo mörg verkefni á vegum ríkisins sem hefur verið barist í um árabil jafnvel áratugi en ekkert gengur…. má þar til dæmis nefna Suðurlandsveg.   

Ef til eru peningar í þessa höfn á sandinum,  væri þá ekki betra að kaupa hraðskreiðari ferju og stækka og styrkja hafnirnar í Þorlákshöfn og í Vestmannaeyjum ?     Það mundi styrkja atvinnustarfsemi  í Vestmannaeyjum að geta tekið á móti  skemmtiferðaskipum við höfnina.

Ég man eftir erlendum togara sem strandaði á Landeyjarsandi þegar ég var krakki og pabbi minn vann við það heilt sumar að reyna að bjarga honum á flot…. en það var hreinlega ekki hægt þar sem sandburður er svo mikill og straumar svo erfiðir….

Er verið að fara vel með almannafé í þetta verkefni ?

Hvernig fékkst fjármagn í þetta verkefni á svo stuttum tíma ?

Er þetta vegna pólitískra áhrifa sveitastjórna inn í ríkisstjórn landsins  ? 

ja þegar stórt er spurt er fátt um svör.