september 12th, 2007

Morgunkaffi á Hellu.

Ég fór á stað að Hellu til foreldra minna kl. 8.00 í morgun, en ég hafði lofað að vera með þeim á fundi með sveitarstjóranum, oddvitanum og eignaumsýslunni.  Við erum að vinna að lausnum vegna breytinga sem gerðar hafa verið á lóð verslunarinnar Hjá Vinsý, mömmu minnar, en við síðasta skipulagsferli í Rangárþingi ytra var lóðin minnkuð um 500 fermetra, þannig að hluti af trjárækt lóðarinnar er nú utan hennar.  Um er að ræða 27 grenitré sem eru um 3 metrar á hæð hvert þeirra.  Nú standa fyrir dyrum flutningar á öllum þessum trjám þar sem þau skulu víkja fyrir skipulaginu.  Það er víða sem skipulagsmálin hafa áhrif á íbúa sveitarfélaga.