ágúst 10th, 2007

Raðað upp og gengið frá.

Dagurinn í dag fór í að raða upp húsgögnum og taka upp úr kössum.  Mummi meistari var hjá okkur allan daginn að skrúfa saman húsgögn og setja upp hillur.   Margir litu við í dag að kíkja á húsnæðið.    Við Magný vorum einar í dag hinar allar í sumarfríi.