júní 2nd, 2007

Óvissuferð um uppsveitir

Í morgun fór ég ásamt 30 konum í óvissuferð um uppsveitir Árnessýslu.  Þetta er önnur svona ferðin sem ég fer í þetta vorið um uppsveitirnar.  Ótrúlegt hve margt forvitnilegt er  verið að gera í sveitum landsins.  Við skoðuðum kertaverksmiðju, tómatarækt, jarðaberjarækt, svepparækt, leirlistargallerý, kirkjur, Hrepphólahnjúka með allri sinni fegurð, drukkum kaffi og borðuðum kökur í alveg nýju kaffihúsi á Flúðum, Grund, snæddum síðan kvöldmat á Hótel Geysi.  Frábærlega vel heppnuð ferð.