júní 5th, 2007

Kynningarfundur um nýja miðbæjarskipulagið.

Í kvöld kl. 20.00 hófst fundur í Hótel Selfoss um lokatillögu til auglýsingar af hluta samkeppnissvæðissins í miðbænum.  Ég er nú nokkuð ánægð með tillöguna, en auðvitað sýnist sitt hverjum í því eins og svo mörgu öðru.  Með uppbygginu miðbæjar hér á Selfossi munu mörg og skemmtileg tækifæri skapast í uppbygginu og atvinnustarfsmi.   Framundan er auglýsingatími skipulagsins og gefst þá íbúum tækifæri til að gera athugasemdir.  Framkvæmdaaðilar eru farnir að undirbúa sig með niðurrifi á gömlum byggingum í miðbænum.  Nú er Hafnar sláturhúsið eiginlega horfið og styttist örugglega í að verslunarhús Hafnar hverfi líka.  Saga þessara húsa er mikil og má ekki hverfa með þeim, það er okkar íbúanna að viðhalda henni.