júní 5th, 2007

Framkvæmdir á Eyravegi.

Í dag komu iðnaðarmenn í röðum að taka út aðstæður og hefjast handa.  Smári rafvirki kom og klippti á nokkra víra og aftengdi það sem þurfti.   Tryggvi pípari og Helgi komu og litu á pípulagnir, einnig  gáfu Þeir ráð vegna ofnakaupa, nýja glerið í bakhliðina kom frá Samverk í morgun.  Glugginn í bakhliðina býður tilbúinn í Gluggaverksmiðjunni hjá Eðalhúsum.  Atli hélt áfram að brjóta niður veggi og bráðum fer að koma að málurunum í viðgerðir og grunnun, en þar verða að verki Ægir og félagar í Málningaþjónustunni.  Þetta er töluverð framkvæmd, en mjög spennandi.