júní 27th, 2007

Drengirnir allir heima…

Í kvöld kom Erlingur minn heim í mat og voru þá strákarnir mínir allir heima í fyrsta sinn í mjög langan tíma.  Erlingur er í verkfræðinámi í HR og býr í Kópavogi.  Það er mikið að gera hjá honum þannig að fáar stundir gefast til að líta á þau gömlu.  En í tilefni af afmæli Gústafs á mánudaginn komu þeir allir heim til okkar í mat..  Dásamlegar stundir þegar þeir eru allir hjá okkur strákarnir, stundir sem verða færri og færri eftir því sem árin líða.