maí 13th, 2007

Sunnudagur í hvíld.

Í dag nennti ég ekki í vinnuna og var löt fram eftir degi.  Við Jónas fórum og litum við hjá fjölskyldunni sem er í nágrenninu og renndum síðan austur að Hellu og kíktum á foreldra mína.   Við komum við í sumarbústaðnum hjá þeim og sáum þar gullfallegt leirljóst folald sem fæðst hafði 1. maí.