maí 9th, 2007

Prófdagar hjá strákunum…

Þessa dagana hefur verið í ýmsu að snúast hjá drengjunum mínum, þeir eru allir í framhaldsskólum og eru á fullu í prófum.   Erlingur er í síðasta prófinu í næstu viku í Háskólanum í Reykjavík, Gústaf klárar á föstudag sitt síðasta próf í Iðnskólanum í Reykjavík og hefur verið með greiðuna á lofti síðustu daga og Marinó Geir er í síðasta prófi á föstudag hér heima í FSu og hlakkar til að fara að vinna í MBF í kjölfarið.  Gústaf fer að vinna á Stofunni þar sem hann er á samning í háriðn, Erlingur hefur ekki fest sig enn…en mér heyrist að hann hafi hug á að taka upp hamarinn í sumar og njóta útiverunar eftir langar stundir fyrir framan tölvuna í vetur.