maí 18th, 2007

Og meira úr bæjarráði…

Tillaga um að endurskoðuð verði fyrri ákvörðun um skólahverfi Tjarnarbyggðar –

Lögð var fram svohljóðandi tillaga um endurskoðun fyrri ákvörðunar bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að þar til uppbyggingu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri er lokið verði Tjarnarbyggð í skólahverfi Sunnulækjarskóla.

Greinargerð:
Sala lóða í Tjarnarbyggð hefur gengið vel og útlit er fyrir að börnum á skólaaldri fjölgi þar hraðar en áætlað hafði verið þegar ákvörðun um skólahverfi var tekin á fundi bæjarráðs þann 22. mars s.l. Nú stendur fyrir dyrum bygging nýs skólahúsnæðis á Eyrarbakka og Stokkseyri og áætlað er að nýtt húsnæði hafi verið tekið í notkun í báðum þorpum árið 2010. Ljóst er að fram að þeim tíma mun reynast erfitt að taka við stórum hópum nýrra nemenda. Í því ljósi er því lögð fram tillaga um að breyta fyrri ákvörðun bæjarráðs og samþykkja að Sunnulækjarskóli á Selfossi verði hverfisskóli íbúa Tjarnarbyggðar tímabundið.

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi frestunartillögu:
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar skólanefndar og frestar afgreiðslu málsins þar til álit hennar liggur fyrir.

Frestunartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.