apríl 22nd, 2007

Sunnudagur hvíldardagur.

Sunnudaginn notuðum við til að hvíla okkur og safna kröftum fyrir komandi viku.  Erlingur Örn kom heim „loksins“ í heimsókn.  Hann hefur mikið að gera í skólanum og hefur ekki gefið sér tíma til að renna austur fyrir fjall í margar vikur.  Strákurinn er í Háskólanum í Reykjavík í Hátækni verkfræði.