apríl 16th, 2007

Stjórnarfundur í Tónlistaskóla Árnesinga.

Í dag kl. 18.15 hófst stjórnarfundur í Tónlistaskóla Árnesinga og stóð hann til 20.00.  Í dag vorum við að yfirfara og ákveða breytingar á skólagjöldum næsta skólaárs og breytingu á hljóðfæraleigu skólans.
   Þessi hækkun á skólagjöldum er vegna næsta skólaárs. Ávallt er tekin ákvörðun á vorin um skólagjöld næsta árs þar sem skráning í skólann hefst strax í vor fyrir næsta skólaár. Skólagjöldin hækka um eðlilega verðlagshækkun eða rúmlega 7 %. Skólagjöldin standa undir rekstrarkostnaði skólans en sveitarfélögin greiða kennslukostnað.
  Hækkunin á hljóðfæraleigunni er töluverð að þessu sinni. Hljóðfæraleigan hefur ekki hækkað í nokkur ár og er í dag engan vegin í samræmi við það sem hún þyrfti að vera. Hljóðfæraleigan er að hækka á ársgrunni úr kr. 4.300- á ári í kr. 7.000- á ári eða um rúmlega 62%. Hljóðfærakaup eru einhver á ári hverju hjá skólanum og kosta frá kr. 30.000- og uppúr. Mikilvægt er að hljóðfæraleigan greiði upp kostnað og viðhald hvers hljóðfæris á líftíma þess. Ef hljóðfæraleigan er reiknuð niður á mánuði þá er hún í dag kr. 358- pr. mánuð en verður kr. 583- á mánuð. Hljóðfæraleigan er því mjög lág hjá skólanum.


Til gamans má geta að nýlega eru komnar niðurstöður úr samræmdum prófum á grunn- og miðstigi, árangur nemenda skólans var mjög góð og langt yfir meðallagi. Frábær árangur hjá nemendum og kennurum skólans.  Til hamingju öll.







Fundargerð nr. 139

139. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga haldinn að Eyravegi 9, mánudaginn 16. apríl 2007, kl. 18:15.


Mætt voru: Róbert A. Darling skólastjóri, Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri, Margrét Katrín Erlingsdóttir nýr formaður skólanefndar, Aldís Eyjólfsdóttir og Geirþrúður Sighvatsdóttir skólanefndarkonur.


Margrét setti fund og Geirþrúður ritaði fundargerð.



  1. Rætt um skólagjöld veturinn 2007 – 2008. Samþykkt að fullt nám hækki í 56.000 (ca 7%) þegar tillit er tekið til verðbólgu og hærri rekstrarkostnaðar skólans. Hækka þarf hljóðfæraleigu til að mæta afskriftum og viðhaldi. Samþykkt að hækka hana í kr. 7.000 fyrir árið.

  2. Aukinn stjórununarkvóti samkvæmt kjarasamningi. Skólastjórnendum falið að afla frekari gagna.

  3. Önnur mál. Úrslit samræmdra prófa í grunn- og miðstigi (áfangapróf). Skólanefnd lýsir ánægju sinni með frábæran árangur nemenda skólans og óskar nemendum og kennurum til hamingju með árangurinn.

Fundi slitið kl. 20:00


Geirþrúður Sighvatsdóttir, Margrét Katrín Erlingsdóttir, Aldís Eyjólfsdóttir,


Róbert A. Darling, Helga Sighvatsdóttir