apríl 17th, 2007

Bæjarmálahópur B lista og meirihlutafundur

Í morgun kl. 8.00 hófst fundur hjá bæjarmálahópnum okkar á B listanum.  Við hittumst alltaf á þriðjudagsmorgnum.  Þá mæta sex efstu menn listans og fara yfir málefni vikunar og það sem framundan er.  Frábært  fyrir okkur Þorvald að eiga svo góðan hóp sem gefur sér  1 – 2 klst í viku hverri fyrir bæjarfélagið sitt.

Meirihlutinn hittist kl. 16.00 eins og venjulega á þriðjudögum og stóð fundurinn til rúmlega átta.