apríl 8th, 2007

Páskadagur

Páskadaginn notuðum við til hvíldar, sváfum frameftir eða til 9.. manni finnst það nú vera frameftir orðið.  Ég naut þess að ungur og myndarlegur maður færði mér páskaegg sem smakkaðist frábærlega.  Góður dagur í faðmi fjölskyldunnar.  Saknaði þó þess að Erlingur Örn kom ekkert heim þessa páskana þar sem hann var að læra undir próf í verkfræðinni.