apríl 7th, 2007

Laugardagur í vinnu…

Í morgun fór ég til vinnu kl. 7.00 og var að til þrjú.  Það er ansi gott að vera í vinnunni á frídögum þá hringir síminn ekki og manni vinnst vel.

Jónas og Jón mágur hans voru í Kringlumýrinni að setja saman fataskápa í herbergin hjá drengjunum.  Vorum svo með grill fyrir okkur öll um kvöldið og áttum góða stund með góðum vinum.